Snjólausir alpar

Punktar

Mér finnst náttúruhamfarir vera meiri hin síðustu ár en þær voru í mínu ungdæmi. Miklar sveiflur voru sjaldgæfari í þá daga og sumarhiti þekktist ekki í síðari hluta desember. Nú er ekki einu sinni snjó að hafa í ölpunum. Í Madonna hafa þeir að vísu 600 snjóbyssur, sem framleiða gervisnjó dag og nótt. Mér er því ráðlagt að sleppa ekki skíðunum, þegar kemur að skíðaferð vetrarins. Kannski leysir tæknin náttúruöflin af hólmi og skíði leggjast ekki af í ölpunum eins og þegar hefur gerzt á Íslandi. Við höfum ekki sýn yfir, hvert leiða okkur loftslagsbreytingar af mannavöldum.