Of varfærnar spár

Punktar

Spár um hækkun sjávar hafa undanfarið verið of varfærnar. BBC segir frá nýrri rannsókn bandarískra og þýzkra fræðimanna, sem bendir til, að yfirborð sjávar verði árið 2100 orðið 0,5-1,4 metrum hærra en það var árið 1990. Bráðnun jökla vegur þar mest, einkum á Suðurskautinu og Grænlandi. Einkennilegt er því að láta sig nú dreyma um byggðir úti í sjó, flugvöll í Skerjafirði, hafnarhverfi í Kópavogi, verzlanir við Eiðisgranda. Þegar er hækkun sjávar farin að valda vanda í láglendum ríkjum, svo sem Bangladesh. Við eigum ekki að byggja úti í sjó.