Samsekt Samfylkingar

Punktar

Þrátt fyrir allt náttúruhjal Samfylkingarinnar stendur hún í stjórn Landsvirkjunar að ítrekuðum yfirlýsingum um nýja orkusölu til stóriðju og að áfram verði orkuverði haldið leyndu fyrir almenningi. Ég sé engan mun á stóriðjuflokknum Samfylkingunni og á stóriðjuflokkunum Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Allir reyna að fegra hlut sinn í aðdraganda kosninganna, en enginn þessara flokka mun rétta litla fengur til hjálpar aðþrengdri náttúru landsins, þegar til kastanna kemur. Oft hefur verið logið að kjósendum og aldrei verður logið eins mikið og á næstu mánuðum.