Beggja vegna borðs

Punktar

Óskar Bergsson situr á vegum vinnumiðlunarinnar Framsóknar í framkvæmdaráði Reykjavíkur og er varaformaður skipulagsráðs borgarinnar. Sem slíkur á hann að hafa eftirlit með hagsmunaaðilum, sem þrýsta á skipulag og framkvæmdir borgarinnar. Það gerir hann með því að ráða sig hjá Faxaflóahöfnum til að gæta hagsmuna verktakans “gagnvart Reykjavíkurborg og öðrum, sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæðið og uppbyggingu þess.” Að hætti hinnar gamalkunnu vinnumiðlunar situr Óskar beggja vegna borðsins. Þannig vill Framsókn hafa það og við það sættir sig Sjálfstæðisflokkurinn.