Forseti Írans efnir til ráðstefnu, þar sem rætt er, að helför Gyðinga sé lygi. Þar tala margir, sem afneita sagnfræði, eins og Tyrkir afneita helför Armena. Tyrkir banna fólki beinlínis að viðurkenna helförina að viðlögðu fangelsi. Amadinejad lætur sér nægja að breiða út bullið, sem er innan marka hins löglega. Fólki er líka heimilt að segja, að jörðin sé flöt og að guð hafi skapað heiminn á sex dögum. Ráðstefnan í Íran er bara heimskuleg fólska, en lögin í Tyrklandi eru beinlínis glæpsamleg. Helfarir Gyðinga og Armena eru sannreyndar. Sjá Charles Fried í Boston Globe.
