Röng forgangsröðun

Punktar

Lögreglan kvartar um, að vegfarendur hafi verið dónalegir við sig á dauðaslysstað á Vesturlandi á sunnudag. Ég held, að ástæðan sé hin sama og í öðrum dauðaslysum síðari hluta þessa árs, til dæmis í Ártúnsbrekku og Sandskeiði. Fyrsta hlutverk löggunnar er að koma sér á slysstað og greiða för sjúkrabíla með slasað fólk. Síðan á umferðin að hafa forgang. Það er ólíðandi, að löggan noti einn til þrjá klukkutíma til að mæla og sópa götur meðan allir bíða. Með rangri forgangsröðun æsir lögreglan vegfarendur upp á móti sér. Og fer svo að væla.