Ég furða mig á, að útgefendur dagblaða á Íslandi skuli ekki auglýsa á forsíðu, að blöðin séu unnin á pappír úr sjálfbærum skógum í Noregi. Þar planta framleiðendur meiri skógi en þeir höggva. Prentun dagblaða á Íslandi leiðir því ekki til samdráttar í skógum heimsins. Nú koma blöðin út tvíefld vegna jólavertíðar. Og von er á fleiri útgáfudögum Viðskiptablaðsins, dagblaði Sigurjóns M. Egilssonar og líklega einu vikulegu fréttablaði. Þá er tímabært, að einhverjir veki athygli á þeirri staðreynd, að öllu þessu lífi og fjöri í bransanum fylgja ekki náttúruspjöll.
