Árásin á börnin

Punktar

Tíu ára börn þekkja 300-400 vörumerki, frá Bratz yfir í Lego. Jackie Ashley segir í grein í Guardian í gær, að 70% þriggja ára barna þekki McDonalds, en aðeins 50% þekki föðurnafn sitt. Rannsóknir sýni, að meðalbarn sjái 20.000-40.000 auglýsingar á ári. Þar fyrir utan séu kynningar í kvikmyndum og sjónvarpi, til dæmis 30 vörumerki í Ninja Turtles teikniseríunni. Markaðsmenn leggja áherzlu á að koma boðskapnum á framfæri við fólk meðan það er fávísast, það er að segja yngst. Þar séu vörumerkin að ala upp dygga þræla, þegar þau vaxa úr grasi og hafa ráð á að kaupa Star Wars hjá Lego.