Lausbeizlað ríki

Punktar

Ísrael sé lausbeizlað 51. ríki Bandaríkjanna, segir Peter Preston í Guardian í gær. Það reyni nú að hindra framkvæmd lausna á stríðinu gegn Írak frá nefnd undir forsæti Jim Baker, fyrrum utanríkisráðherra hjá pabba Bush. Ísrael hefur strax hafnað öllum tillögum Baker-nefndarinnar. Preston minnir á, að flestir sérfræðingar telji rót vandræðanna í Miðausturlöndum vera að finna á landamærum Ísrael, í kúgun Palestínu. Meðan Bandaríkin skirrist við að taka í hnakkadrambið á Ísrael, sé ekki að vænta friðar. Hann tekur undir þau orð Baker, að hernaðarleg lausn sé ekki til á vandanum.