Þeim leiðist Einar

Punktar

Einar K. Guðfinnsson er svo leiðinlegur, að útlendingar vilja ekki tala við hann. Þeir vita, að sjávarútvegsráðherrann þykist allt betur vita og lítur á samræður sem tækifæri til prédikana. Því vilja ráðamenn Whole Foods í Bandaríkjunum ekki tala við hann. Það er gott, því að þeir mundu koma rauðglóandi af fundi með honum og henda strax út íslenzkum vörum. Stundum er fínt að vita allt. En fyrir þjóð, sem þarf að stunda sölumennsku erlendis fyrir vörur sínar og þjónustu, er farsælla að hlusta á kúnnana. Þrútinn æsingur Einars í hvalveiðum og botnvörpuveiðum skaðar okkar.