Sykursukk Samfylkingar

Punktar

Samfylkingin er sammála ríkisstjórninni um, að ekki sé hægt að draga úr óhóflegri sykurneyzlu Íslendinga með vörugjaldi á gosi. Þetta er svipað sjónarmið og heyrist jafnan, þegar rætt er um verð á áfengi. Varaformaður flokksins er Ágúst Ó. Ágústsson, sem er til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Erlendis hefur komið í ljós, að framleiðendur áfengra drykkja bera fé á menn og flokka til að hindra álögur á vöru sína. Ekki hefur enn heyrst af slíkum aðferðum gosframleiðenda. En fræðimenn vita, að neyzlustýring virkar, þótt hægri kratar neiti.