Paul Lewis gerir grín að Jay Leno, Conan O’Brien og David Letterman í International Herald Tribune. Hann minnir á, að O’Brien sagði söfnuði sínum, að Saddam Hussein væri Fransmaður. Hann minnir á að Leno sagði, að Frakkar hefðu ekki hjálpað til við að losa Frakkland við Þjóðverja. Hann minnir á, að Letterman sagði, að síðast, þegar Frakkar heimtuðu sannanir, hafi þær marsérað inn í París undir þýzkum fána. Skemmtistjórarnir voru ódýrt að níðast á Frökkum fyrir að hafa réttar skoðanir á innrásinni í Írak. Þeir voru og eru peð í spili Bandaríkjastjórnar með fávísa kjósendur.
