Hjartað slær

Punktar

Stjórnmál eru einföld, þótt halda megi annað af ræðum pólitíkusa. Til dæmis er auðvelt að sjá, hvar hjarta stjórnmálaflokka slær. Fjármagnstekjuskattur er gott dæmi. Stjórnvöld hafa hann 10% á ríku fólki, en 38% á fátæku fólki með lífeyristekjur. Þau vinna fyrir hina ríku gegn hinum fátæku. Allt, sem gert hefur verið til að draga úr lögbundnum ójöfnuði í þjóðfélaginu, hefur verið dregið með töngum upp úr stuðningsflokkum stjórnarinnar. Það er rétt, sem Stefán Ólafsson prófessor segir: Ríkisstjórn okkar er harðasta Nýja-Íhald á byggðu bóli, verra en í Bandaríkjunum.