Bara einn vinur

Punktar

Ísrael er eini bandamaður Bandaríkjanna. Þurfi George W. Bush að velja milli stuðnings við sjónarmið Ísraels og Bretlands, velur hann alltaf Ísrael. Tony Blair hefur ekki fengið neitt fyrir sinn snúð, þótt hann hafi stutt Bush gegnum þykkt og þunnt. Allra sízt hefur hann fengið Bandaríkin til að slaka á stuðningnum við Ísrael, þótt hann segi slíkt vera forsendu friðar í heimi múslima. Margir hafa farið illa á stuðningi við málstað Bandaríkjanna í Írak, þar á meðal Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. En enginn hefur rústað sig eins herfilega og Tony Blair.