Vitleysingarnir í héraðsdómi þurfa engan málflutning í persónumálum. Þeir geta bara spurt hinn móðgaða: “Hversu mikið ertu móðgaður?” Jónína svarar: “Svona í meðallagi”. “Það verður hálf milljón”, segir dómarinn og slær hamrinum í borðið. Bubbi svarar: “Ég er alveg rosalega móðgaður”. “Það gerir milljón”, segir dómarinn. Þessa umboðsmenn hræsninnar í stétt dómara varðar ekki um, að rétt sé skrifað, ekki einu sinni þótt viðurkennt sé af lögmönnum hinna móðguðu. Héraðsdómarar hafa margir tapað jafnvægi milli prentfrelsis og móðgunarfrelsis.
