Umdeild botnvarpa

Punktar

Ofan á kárínur vegna hvalveiða er nú farið að saka okkur um að hindra fjölþjóðlegt samkomulag um bætta umgengni um fiskimiðin. Rök okkar manna fyrir notkun botnvörpu hafa ekki verið sannfærandi, þótt auðvitað sé freistandi að telja útlendinga sitja á stöðugum svikráðum við okkur. Það telur Einar K. Guðfinnsson ráðherra að minnsta kosti. Hann er alltaf jafn hneykslaður á útlendingum, ekki bara bölvuðum grænfriðungum, heldur líka á leiðarahöfundum Washington Post og margvíslegum embættismönnum. Ég tel hins vegar tímabært að skoða afleiðingar botnvörpunnar í alvöru.