“Bless, bless, tréhausar” segir þýzka fréttaritið Spiegel. Það skrifar um “nýja íhaldið” í Bandaríkjunum, sem hefur hrakizt úr embættum, nú síðast John Bolton, sem var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, þar áður Donald Rumsfeld, sem var stríðsráðherra, og Paul Wolfowitz, sem var helzti höfundur Íraksstríðsins. Dick Cheney varaforseti safnaði hópnum saman. Tréhausarnir trúðu, að hernám Íraks yrði “tertusneið”, því að alþýðan mundi taka því fagnandi. Eins og Halldór og Davíð héldu, en þeir eru líka hættir. Írak er greinilega eitrað herfang.
