Fréttaritið Spiegel hefur áhyggjur af þýzkum hermönnum í Afganistan og óttast, að þeir fari sér að voða. Talíbanar séu að færa út kvíarnar, sitji um Kabúl og smygli þangað hermönnum. Víglínan sé tíu kílómetrum frá borgarmörkunum. Ríkisherinn þori ekki að fara í eftirlitsferðir um borgina að næturlagi. Spiegel telur, að senn verði barizt um borgina. Kominn er tími til að kalla Íslendingana heim, áður en þeir fara sér að voða. Nató sannfærði hins vegar Geir Haarde um, að stríðið gangi vel. Það er lífshættuleg trú.
