Það vantaði Össur

Punktar

Ég borðaði í hádeginu í gær á Gay Hussar, sem í þessu tilviki þýðir Káti riddarinn. Ungverski veitingastaðurinn er alveg eins og hann var fyrir 50 árum. Ekkert tillit er tekið til tízkusveiflna. Þar borða enn í hádeginu sjötugir þingmenn krata og sami aldursflokkur ritstjóra á vinstra kanti. Þangað hefði verið gaman að fara með Össur. Ég fékk kalda kirsuberjasúpu, síðan kjúklingagúllas í pönnuköku og loks dísæta strúdel með þeyttum rjóma. Samtals vikuskammt af hitaeiningunum í hádeginu, áður en ég valt út á götu til að reyna að finna leigubíl í London.