Vestræn ábyrgð

Punktar

Borgarastríðið í Írak er ekki Írökum að kenna. Áður en Bandaríkin komu til skjalanna var þar ótryggur friður hjá Saddam Hussein, aðeins nokkur hundruð manns drepin á hverju ári. Eftir hernámið leikur þar hins vegar allt á reiðiskjálfi. Bandaríkin og hin vígfúsu stuðningsríki þeirra breyttu Írak í vígvöll. Vandi Íraks felst ekki í, að vanþakklátt fólk neiti að þiggja lýðræði úr hendi Bush. Vandinn er, að landið er hernumið af Bandaríkjunum og hinum vígfúsu fylgiríkjum þeirra. Hernámsliðið hefur stútað innviðum Íraks og skilið eftir rústir einar. Vestrið ber ábyrgðina. Og Framsókn.