Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur tíma vera kominn til að kjósendur láti af vantrausti á Samfylkingunni. Ég tel hins vegar, að ástæða fyrir vantrausti sé einmitt að magnast. Hingað til hafa sjónarmið flokksins verið fremur neikvæð í umhverfismálum, svo sem fram kom í stuðningi hans við Kárahnjúkavirkjun. Með breyttum framboðslistum hans í vor má búast við, að stuðningurinn við stóriðjuvirkjanir muni magnast. Neikvætt viðhorf til náttúrunnar verði enn neikvæðara, enda er flokkurinn upptekinn af áhugaefnum hagsmunapotara ýmissa byggða.
