Endurreisn frá Toledo

Punktar

Baráttu kaþólikka og mára á Spáni fyrir fimm-tíu öldum var vel lýst í syrpu BBC í sjónvarpinu. Það var ekki trúarstríð, enda var El Cid málaliði, barðist fyrir hvern þann, sem bezt bauð hverju sinni. Það var venjuleg valdabarátta, þar sem herskáir kaþólikkar höfðu betur en menntaðir márar, er voru vanir ljúfu lífi í menningarborgum Andalúsíu. Í deiglu þess tíma gerðu márar, gyðingar og kaþólikkar Tóledó að merkustu borg í heimi. Þar hófst Endurreisnin og fluttist síðan til Ítalíu. Renissans Evrópu á sér því eindregnar múslimskar rætur á Suður-Spáni.