Brezka ríkisstjórnin á að hafa vald sitt frá þingi og þjóð, en Tony Blair telur sig hafa það frá guði. Í raun er það Rupert Murdoch fjölmiðlaeigandi, sem stýrir stjórn hans. Hún rekur alveg sömu stefnu og hann, það er óheft frelsi stórfyrirtækja, fjötrar á stéttarfélög, andstaða við þróun Evrópusambandsins og stuðningur við stríð nýja íhaldsins í Bandaríkjunum við Írak, Íran og Afganistan. Murdoch hefur um langt árabil verið einn hættulegasti maður heims og hefur knúið stefnuskrá Margrétar Thatcher upp á kratastjórn í Bretlandi. Brezka íhaldið er vinstra megin við Blair.
