Búrkur og hettupeysur

Punktar

Hollendingar hyggjast banna búrkur, sem hylja andlit sumra múslimskra kvenna. Þetta varðar að vísu aðeins 100 konur í landinu, en er um leið angi af stærra vandamáli. Glæpamenn og terroristar vilja geta dulbúist í búrkum til að leynast fyrir myndavélum og öðru eftirliti. Í Bretlandi hafa sumar stórverzlanir bannað hettupeysur unglinga, því að þær eru notaðar í hnupli. Allar aðferðir við að hylja andlit fólks, allt frá hettupeysum yfir í búrkur, munu á næstu árum lenda í skærara sviðsljósi löggæzlunnar, sem telur dulbúning af þessu tagi spilla rannsókn sakamála.