Eitt stríð enn

Punktar

Orsök þess, að Cheney ætlar í stríð við Íran, áður en Bush víkur úr embætti forseta, er sú skoðun Nýja íhaldsins, að það sé leiðin til að sigra Írak. Þeir hugsa eins og spilafíkill, sem hefur tapað háum fjárhæðum og veðjar restinni á eina tölu í fullvissu um að sigra heiminn í næsta spili. Ósigur Bandaríkjanna í Írak sé svo alger, að ekkert geti bjargað spilinu annað en að hefja nýtt stríð í von um, að það kollvarpi stríðsógæfu síðustu ára. Samkvæmt þessu má ljóst vera, að snarbilaðir menn ráða Bandaríkjunum. Þeir ætla heldur ekkert að læra af niðurstöðum þingkosninganna.