Evrópa hættir

Punktar

Eftir frétt Seymour Hersh verður stórveldum Evrópu og Evrópusambandinu ókleift að gelta að Íran fyrir hönd Bandaríkjanna. Evrópa hlýtur að falla frá þrýstingi á Íran og Bandaríkin verða að fara ein í stríð við Íran, ekki einu sinni með stuðningi hins herskáa Íslands. Bandamaður Bandaríkjanna verður ríkið, sem árum saman hefur leynt og ljóst barizt fyrir atómstríði gegn Íran. Það er Ísrael, það ríki, sem mestum vandræðum hefur valdið í heiminum undanfarin ár. Stríð gegn Íran út á lygi mun ekki vinnast fremur en önnur stríð Bandaríkjanna undanfarna áratugi.