Risaskip mengunar

Punktar

Þegar vinnsla á olíu og gasi hefst eftir tvö ár í hafinu norðan við Noreg og Rússland, má reikna með, að fjöldi tankskipa sigli með hættulegan farm nálægt ströndum Íslands. Búast má við, að einhvern tíma muni af því hljótast hræðilegt umhverfisslys, eins og áður hafa orðið í fjarlægum heimshlutum. Mikilvægt er, að stjórnvöld hafi hönd í bagga með siglingum skipanna og hafi mátt til að banna þær í efnahagslögsögu landsins. Nægur er vandi lífríkisins við strendur landsins, þótt þessi vá bætist ekki við. Því miður eru núverandi valdhafar ekki líklegir til að hafa áhuga á þessu.