Flótti úr Himnaríki

Punktar

Maðurinn átti ekki orð til að lýsa, hversu gott er að búa í hverfinu hans. Blokkirnar eru málaðar mismunmandi litum og veita manni tilfinningu einbýlishúss. Saltið sezt á rúðurnar og veitir manni tilfinningu sæfarans. Þetta minnir mig á konuna, sem heimtaði að selja mér hest, en sagði hann mundu verða dýran, af því að sér þætti svo vænt um hann. Almannatengsl af þessu tagi eru inngróin í fólk. Það vill selja hlut, sem er svo frábær, að enginn skilur, hvers vegna því dettur í hug að selja hann. En gaman er að lesa viðtöl við hugmyndaríkt fólk að selja íbúð í Bryggjuhverfinu.