Nýja íhaldið

Punktar

Með falli nýja íhaldsins í Bandaríkjanum er lokið valdaskeiði Paul Wolfowitz, Donald Rumsfeld, Douglas Feith, Scooter Libby, John R. Bolton, Elliott Abrams, James Woolsey, Richard Perle, Robert Kagan og Irvin Kristol. Þessir hugmyndafræðingar og heimsvaldasinnar stjórnuðu krossferð George W. Bush í sex ár og gerðu nýja íhaldið að ókvæðisorði um heim allan. Þetta voru trotskistar nútímans, trúðu á linnulaust stríð við umheiminn. Nú eru þeir snöggt búnir að vera, rúnir öllu trausti. Þeir grófu sína eigin gröf á sex árum. Gæfan hélt með mannkyninu.