Saklaus útlendingur er í auglýsingu sagður styðja framboð Árna Johnsen, sem finnst lygin fyndin. Það er í hans stíl, þar sem veruleiki og skáldskapur renna saman eftir hentugleikum hverju sinni. Auglýsingin og viðbrögð Árna við henni segja okkur, að Árni hefur ekkert breyzt. Síðan hann varðist úr einni lyginni yfir í næstu, þegar hann fór undan í flæmingi vegna misnotkunar á opinberu fé í eigin þágu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið hann í hausinn aftur, því að kjósendur á Suðurlandi gera lítinn mun á sannleika og lygi. Verði þeim að góðu.
