Við þurfum meira gegnsæi á ótal sviðum, en mest er þörfin á veraldarvefnum. Í skjóli nafnleyndar níðast þar menn á samborgurum sínum. Við þurfum að koma upp reglum, sem skylda vefstjóra að birta skrár yfir tölvur, sem standa að baki hinna ýmsu gervinafna á vefnum. Síðan þarf að vera hægt að rekja eignarhald á þessum tölvum. Löggjafinn hefur sett flóknar reglur um, hvernig fólk megi hafa skoðanir undir fullu nafni, en ekkert aðhald er með hinum geðveiku, sem froðufella margfalt meira undir ýmsum dulnefnum. Við þurfum semsagt að aflétta nafnleynd á birtum skoðunum.
