Demókratar eins

Punktar

Timothy Garton Ash segir í Guardian, að demókratar í Bandaríkjum telji baráttuna við hryðjuverkamenn þurfa að vera stríð eins og repúblikanar vilja. Í Evrópu vilja menn heldur líta á gagnaðgerðir sem löggæzlu. Þetta er ekki bara einfaldur munur á orðum. Bandaríkjamenn vilja uppræta hryðjuverk með blóðbaði í útlöndum, en uppskera margfaldaðan fjölda terrorista. Í Evrópu reyna menn hins vegar að undirbúa sértækar aðgerðir gegn hugsanlegum hryðjuverkum. Í Bandaríkjunum hneigjast menn heldur að orðalagi dómsdags með eldi og brennisteini.