Engin staðfesting

Punktar

Hugsanleg tengsl Björgólfanna við mafíuna í Sankti-Pétursborg og morð á keppinautum þeirra í ölinu þar í borg er ekki ný frétt í Extrabladet. Hún var í brezka blaðinu Guardian fyrir ári og fékk þá umfjöllun í DV. Ekki var þá neitt handfast um tengslin í þessum fréttum, aðeins leiddar að þeim daufar líkur. Fréttin getur verið stór í Extrabladet ári síðar, því að Danir vissu ekkert um þetta hugsanlega samhengi. En hún bætir engu við það, sem áður var sagt um Björgólfana, bjórinn og mafíuna í Sankti-Pétursborg. Spennandi væri hins vegar birting gagna eða viðtala, sem staðfestu gruninn.