Egill Helgason hitti sem oftar naglann á höfuðið, þegar hann vakti athygli á þeim plagsið í Sjálfstæðisflokknum að kalla þá “andstæðinga”, sem styðja ekki flokkinn. Það er eins og flokkurinn sé í styrjöld “à la Bush”, en ekki í pólitík. Þingmaðurinn, sem mest notar orðið “andstæðingar”, er auðvitað Björn Bjarnason, sem hugsar eins og liðþjálfi, vill stofna öryggissveitir og herlögreglu. Hann telur eðlilegt, að þeir, sem hafa verið ósammála honum í pólitík, hafi verið hleraðir, af því að þeir hafi verið hættulegir öryggi ríkisins og séu það kannski enn. Þetta heitir vænisýki á fínu máli.
