Brezka ríkisstjórnin hefur áttað sig á, að ódýrara er að grípa núna til aðgerða gegn loftslagsbreytingum, heldur en að rífast við Fiskifélagið, Björn Lomborg og George W. Bush um, hvort það sé brýnt. Þingmenn Íhaldsins þora ekki lengur að tala gegn aðgerðum. Ljóst er, að ný Kyoto-bókun þarf að taka við af hinni fyrri, áður en hún rennur út. Líklega þurfa Bandaríkin að vera með í þessum öðrum áfanga, þau bera ábyrgð á fjórðungi allrar mengunar í heiminum. Einnig þarf þriðji heimurinn að koma til skjalanna, eftir að hafa sloppið billega í fyrsta áfanga. Sjáið tillögu í Guardian.
