Vestræn gildi sérstæð

Punktar

Samuel P. Huntington telur, að vestrænt samfélag byggist á lögum og rétti, mannréttindum, einstaklingshyggju, þingræði og klassískum menningararfi og einkum þó á kristnum arfi. Hann telur, að vesturlönd eigi að krefjast þess, að innflutt fólki fallist á vestræn gildi. Hins vegar megi vesturlönd ekki reyna að troða slíkum gildum upp á aðra menningarheima, allra sízt íslam og Kína. Þar séu önnur gildi talin æðri. Íslam hefur ofbeldishneigðari gildi og blóðug landamæri, en Kína hefur samfélagslegri gildi og undirgefni við yfirvaldið, auk þess sem Kína telur sig vera nafla jarðarinnar allrar.