Uppgjör tungumála

Punktar

Þótt enska hafi náð yfirburðastöðu í hinum vestræna heimi, þá sækir hún ekki fram annars staðar. Hún er á undanhaldi í Indlandi fyrir hindí. Í Austur-Asíu rísa japanska og kínverska á kostnað ensku. Arabíska er í örum vexti sem sameiningartákn múslima. Enska er fyrst og fremst mál ákveðinna stétta, svo sem flugmanna og Davos-manna, auk þess sem hún hefur klofnað í torskilin tungumál, svo sem indverska ensku og nígeríu-ensku. Fjarri fer, að enska sé lingua franca heimsins. Mandarínska er töluð af miklu fleirum og hindí af næstum jafn mörgum. Uppgjör tungumálanna er rétt að hefjast.