Talandi um framandi matreiðslu, þá er einn ókostur við mikinn aðflutning Pólverja, þótt þeir séu fallega kaþólskir og rétt siðaðir á vestræna vísu. Þeir kunna ekki að elda. Hvergi í heiminum hef ég séð pólskt veitingahús, ekki einu sinni í New York, þar sem eru þó tugþúsundir Pólverja. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja í matreiðsluvenjum Austur-Evrópu. Helzt eru það Ungverjar, sem kunna til verka, elda gúllas og paprikas kjötpotta og palascintas pönnukökur. Er ekki hægt að gefa Ungverjum forgang í bið eftir ríkisborgararétti?
