Ellert Schram er kominn í framboð. Ég vann lengi með honum og veit, að hann hefur hjartað á réttum stað, hvalreki á fjörur krata. Mér finnst gott að sjá Illuga Gunnarsson í framboði fyrir íhaldið. Hann hefur lagt sig fram við að reyna að skilja pólitíska andstæðinga og hefur verið opnari fyrir umhverfismálum en hinir steinrunnu frambjóðendur flokksins. Það er leitun að mönnum af þessu tagi. Flestir frambjóðendur eru eins og spýttir út úr Sævari Karli, penir menn með hálsbindi, hafa ekkert að segja og munu í hvívetna greiða atkvæði eins og Flokkurinn skipar. Jafnvel Pétur Blöndal.
