Guðmundur er eldflaug

Punktar

Ég les Egil Helgason, sem skrifar vel um þröngt svið, pólitíska framvindu, miklu betur en gamlingi á borð við Steingrím S. Ólafsson. Sú framvinda er mér ekki hugleikin og ég leita ekki frétta í þessu bloggi, bara að skemmtilegu kaffihúsasnakki. Eldflaugin í bloggi þessa daga er hins vegar frjór og mikilvirkur Guðmundur Magnússon endurfæddur. Mér finnst hann fínn, en ég leita ekki frétta þar heldur. Ef skúbb eru einhvers staðar í bloggi Íslendinga um pólitíska framvindu, tek ég ekki eftir þeim, fyrr en þau hafa verið þýdd í dagblað eða ljósvaka.