Gegnsæi á Íslandi

Punktar

Erlendar rannsóknir segja, að margir styðja ekki mikilvægustu þætti lýðræðis, þótt þeir segist styðja lýðræði. Þetta á örugglega líka við Íslendinga, sem ekki börðust fyrir lýðræði, heldur fengu það í hausinn frá Dönum. Til dæmis er hér mörgum illa við gegnsæi, vilja halda skattskrám leyndum, vilja ekki hleypa almenningi í fasteigna- og bifreiðaskrár, vilja ekki opna fjármál flokka og pólitíkusa. Við höfum tvær nefndir, sem passa lykla hins lokaða kerfis, Persónuvernd og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Við fáum ekki einu sinni að fletta ættum annarra á vefnum.