Umhverfi Samfylkingarinnar

Punktar

Samfylkingarmenn í Fjarðarbyggð höfðu forustu í kröfu um álver á Reyðarfirði. Samfylkingarmenn í Skagafirði hafa forustu um að heimta orkuver inn á skipulagið. Samfylkingarmenn á Húsavík eru framarlega í kröfum um álver þar í bæ. Þótt forusta flokksins á höfuðborgarsvæðinu hlaupi inn og út í umhverfismálum, sé gegn risastíflum fyrir kosningar og með þeim eftir kosningar, er ljóst, hvar hjarta flokksins slær í þeim byggðum, sem telja sig hafa farið halloka í byggðaþróun. Græðgi heimamanna segir þeim að gefa skít í öll umhverfismál.