Ég sá á vefnum frétt um, að vændiskonur leiti skjóls hjá Kvennaathvarfinu fyrir alfonsum sínum. Viðtal var við framkvæmdastýru athvarfsins um málið. Ég hefði viljað vita meira. Hverjir eru alfonsarnir, eru þeir innfæddir eða innfluttir? Hefur lögreglan haft afskipti af þeim eða eru þeir í náðinni eins og fíkniefnasalar? Er þetta kannski löglegur atvinnuvegur? Hvernig er að vera alfons, ég hefði viljað sjá viðtal við einn, eins og Blaðið birti fínt viðtal við geðsjúkling ofan af Akranesi, sem gumaði af 220 km hraða, sagðist bara hafa keyrt á þrisvar í ár og sagði sig vanta kraftmeiri bíl.
