Í ljósi mikils landrýmis á Reykjavíkursvæðinu er sú árátta verkfræðileg, að byggja hverfi úti í sjó. Verkfræðingar eru enn í sandkassanum, sem við hin þroskuðumst upp úr fyrir mörgum áratugum. Þeim er sérstaklega uppsigað við náttúruna, vilja beygja hana undir vilja sinn. Fáránlegust er þroskahefting verkfræðinga við Kárahnjúka, en hennar sér einnig merki í hitaleiðslum við Kolviðarhól, sem æpa á umhverfið. Verkfræðingur fær fráhvarfseinkenni, ef hann sér mynd af landslagi, þar sem er ekkert mannvirki, ekki einu sinni raflína. Við þurfum að koma upp hæli fyrir langt leidda verkfræðinga.
