Kaþólikkum hafnað

Punktar

Spánn var löngum hornsteinn kaþólskunnar. Þaðan kom Rannsóknarétturinn og þar var kirkjan öflugasti fylgisveinn falangista Francisco Franco. Þar hefur sambúð kirkju og lýðræðis verið erfið með köflum. Nú hafa sósíalistar ríkisstjórnarinnar tilkynnt, að ríkið muni ekki frekar styðja kaþólsku kirkjuna. Hinir trúuðu verða að gera það sjálfir, en skattfrelsi framlaganna hækkar úr 0,5 í 0.7%. Jafnframt hættir kaþólska kirkjan að vera undanþegin virðisaukaskatti. Fer svo ekki að líða að slitum milli íslenzka ríkisins og ættarveldis Sigurbjörns Einarssonar biskups?