Hringar leigupenna

Punktar

George Monbiot hjá Guardian hefur kannað feril stofnana og leigupenna, sem gæta hagsmuna auðhringsins Exxon í umræðunni um vistkerfi heimsins. Í grein hans á miðvikudaginn var þetta samhengi allt rakið. Inn í það blandast forustumenn trúarofstækishópa, sem vilja fá heimsendi sem allra fyrst. Áróðurinn gegn björgun vistkerfis mannsins tengist líka áróðrinum gegn tóbaksreykingum. Sömu menn og sömu stofnanir eru reiðubúnir málaliðar fyrir þann málstað, sem verstur er hverju sinni. Orðalagið er það sama, hvert sem stríð þeirra er. Málgagnið á Íslandi heitir svo Vefþjóðviljinn.