Allir keppast um að segja vesturlönd þurfa að grípa í taumana í Darfur í Súdan, þar sem kristnir uppreisnarmenn hafa svikið samkomulag um vopnahlé. Ljóst er, að hvorki Bandaríkin né önnur vestræn ríki vilja senda þangað her, enda eru þau flest þegar yfirkeyrð af hernaði í öðrum löndum. Og af hverju ekki einnig senda her til Sómalíu, Austur-Tímor eða Aceh? Af því að þeir eru uppteknir í Afganistan, Írak og Líbanon. Og af því að vesturlönd hafa glatað siðferðiskrafti til að tugta harðstjóra þriðja heimsins, sem vísa bara til siðleysis Bandaríkjanna.
