Bush í auglýsingum

Punktar

George W. Bush er meginþemað í kosningabaráttu demókrata í yfirvofandi þingkosningum. Þeir sýna myndir af honum með þingmönnum repúblikana, sem þeir vilja fella, helst myndir í faðmlögum. Markmiðið er að sýna, að þingmennirnir séu hallir undir Bush. Með auglýsingunum fylgir talning á þeim tilvikum, að þeir hafi stutt forsetann í atkvæðagreiðslu. Kosningarnar snúast um Bush, segja demókratar. Þeir vonast til, að fleiri verði andvígir forsetanum en fylgjandi honum, þegar til kastanna kemur. Bush er ekki sjálfur í framboði, en tekur mikinn þátt í baráttu ýmissa repúblikana.