Ráðizt gegn spillingu

Punktar

Paul Wolfowitz hefur ráðizt gegn spillingu í Heimsbankanum. Hann hefur til dæmis látið stöðva peninga, sem áttu að fara til Kongó, af því að Denis Sassou-Nguesso forseti eyddi tólf milljónum króna í hótel á Manhattan. Af svipuðum ástæðum hefur hann látið stöðva fjárstreymi til Indlands, Eþiópíu og Bangladesh. Miklir ramakvein fer nú um þriðja heiminn út af kröfuhörku Wolfowitz, er áður var þekktari fyrir róttæka hægri stefnu, sem hafði önnur mál á oddinum. Forverar hans sáu gegnum fingur við þjófa þriðja heimsins, en Wolfowitz ætlar greinilega að láta góða stjórnsýslu ráða ferðinni.