Miltisbrandur

Punktar

Sama blað skorar sama dag í sagnfræði af miltisbrandi. Þar er sagt frá rúmlega hundrað urðunarstöðum búfjár með miltisbrand. Hann lifir í jörðu í allt að tvö hundruð ár. Því var misráðið á sínum tíma að grafa hræin í stað þess að brenna þau og ganga vel frá málum. Sú bót er í tafli, að Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur kortlagt staðina, svo að þeir eru þekktir og merktir. En málið í heild er dæmi um skeytingarleysi stjórnvalda á ýmsum tímum. Greinin í Morgunblaðinu í gær er umhugsunarefni um frammistöðu ráðuneytisstjóra fyrri áratuga.